Nýtt íslenskt hlaðvarpsleikrit
Listahópurinn kvistur kynnir nýtt íslenskt hlaðvarpsleikrit, Rauð silkinærföt eftir Eygló Jónsdóttir, verkið fjallar um hjón og vin þeirra sem eru á leiðinni að skoða eldgos þegar gerir allt í einu ofsaveður og ýmislegt óvænt um samband þeirra kemur í ljós. Leikarar eru Eyrún Ósk Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Hildur Kristín Thorstensen, Kristján Hans Óskarson og Óskar Harðarson. Hljóðvinnsla og klipping voru í höndum Óskars Harðarsonar. Þetta er þriðja hlaðvarpsleikritið sem hópurinn sendir frá sér, en allar æfingar fóru fram í gegnum fjarfundabúnað.