Beint í æð
Undanfarnar vikur hefur staðið yfir uppsetning og æfingar á gamanleikritinu Beint í æð! eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar heitins. Verkið er hvorki meira né minna bráðfyndið og drephlægilegt, eða “bráðdrepandi og hlægilega fyndið” eins og leikstjórinn, Gunnar Björn Gunnarsson, mismælti sig svo skemmtilega á einni æfingunni.
Á sviðinu verða bæði þrautreyndir og glænýjir leikfélagar, og úrvalsfólk á bakvið tjöldin. 11 leikarar eru á sviði en í heildina koma að 40 manns að uppsetningunni í ár. “Við vildum endilega hefja leikárið með hlátri og gleði, það veitir ekki af eftir síðustu misseri” segir Guðný Lára Gunnarsdóttir, formaður leikfélagsins.
Sýnt verður flesta þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga klukkan 20:00 og sunnudaga klukkan 18:00
Næstu sýningar:
Frumsýning föstudagur 29. okt – UPPSELT
2. sýning sunnudagur 31. okt klukkan 18:00
3. sýning þriðjudagur 2. nóv klukkan 20:00
4. sýning fimmtudagur 4. nóv klukkan 20:00
5. sýning sunnudagur 7. nóv klukkan 18:00
Einnig má senda póst á midasala@leikfelagselfoss.is
eða hringja í síma 4822787 eftir klukkan 18 á daginn
Almennt verð 2500 kr
Hóptilboð 10+ 2000 kr
Salurinn (80 sæti) 120 þúsund