Frægasta ástarsaga allra tíma
Rómeó og Júlía er saga af sannri ást en um leið ástsýki og ungæðishætti. Í forgrunni verður mögnuð barátta ungrar konu gegn yfirþyrmandi feðraveldi. Fegurstu sögurnar geta sprottið upp úr hræðilegustu aðstæðunum.
Leikritið Rómeó og Júlía er frægasta ástarsaga allra tíma. Hún birtist hér í nýrri þýðingu og með grípandi tónlist, í útfærslu sem hrífur áhorfandann með inn í heillandi og hættulegan heim.
Þorleifur Örn Arnarsson er einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysivinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum.
Öllum sýningum lýkur á umræðum með leikhópnum
Uppfærslan á Rómeó og Júlíu talar til samtíma okkar með beinskeyttum hætti og áhorfendum býðst að taka þátt í umræðum með listafólkinu að lokinni sýningu.