Viðburðaríkt leikár hjá Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Viðburðaríkt leikár hjá Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði

    Selma Björns, Björk Jakobs og Salka Sól verða í Gaflaraleikhúsinu í vetur.

    Leikárið hjá bæjarleikhúsi Hafnfirðinga Gaflaraleikhúsinu hefst með trukki 10. september með hinni glæsilegu uppistands og tónlistarsýningu Bíddu Bara eftir stjörnurnar Björk Jakobsdóttur, Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur. Sýningin sem er sannkölluð hlátursprengja fyrir glaðsinna grindarbotna  fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir, uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær Björk, Salka Sól og Selma  byggja verkið á sinni eigin reynslu og draga ekkert undan en ljúga helling.

    Í október hefjast svo æfingar á leikgerð Bjarkar Jakobsdóttur á hinni frábæru bók Bergrúnar Íris Sævarsdóttur Langelstur að eilífu sem fjallar um Eyju sem er 6 ára og er að byrja í 1 bekk og  besta vin hennar og bekkjarfélaga Rögnvald sem er 96 ára. Einstaklega skemmtileg og  falleg saga um vináttu, gleði og sorg. Með hlutverk Rögnvaldar fer Sigurður Sigurjónsson sem er án efa einn af ástsælustu gamanleikurum Íslands og Hafnfirðingur að auki. Í lok september fara síðan fram prufur í Gaflaraleikhúsinu til að finna sex 7-10 ára snillinga til að leika börnin í verkinu. Prufur verða auglýstar beru síðar og skráning fer fram á gaflarar@gaflaraleikhusid.is. Fylgist með. Áætluð frumsýning á verkinu er í byrjun árs 2022.

    Í janúar 2022 hefjast síðan æfingar á nýju verki eftir Gunnar Helgason sem heitir Drottningin sem kunni allt nema að… . Þar fær Gunnar í lið með sér snillingana Bernd Ogrodnik og Rán Flygenring til að skapa ógleymanlega veröld fyrir yngstu áhorfendurna. Fyrirhugað er að frumsýna verkið í byrjun mars. 

    Gaflaraleikhúsið hefur staðið fyrir öflugu sviðslistar og höfundanámi fyrir ungt fólk um árabil. 

    Nú í haust fer Gaflaraleikhúsið inn á nýjar lendur í þeim efnum og mun bjóða upp á undirbúningsnám fyrir ungt sviðslistafólk sem stefnir á framhaldsnám í listum

    Kennarar verða Björk Jakobsdóttur  leikkona,höfundurog leikstjóri.. Chantelle Carey danshöfundurog Guðlaug Ólafsdóttir söngkennari. Bæði Guðlaug  og Chantelle hafa unnið með fjölda ungmenna í hinum ýmsu söngleikjum í Borgar-  og Þjóðleikhúsinu.  Björk hefur undanfarin 10 ár sett á svið og samið fjölda verka og söngleikja í höfundasmiðju með ungmennum sem að notið hafa mikilli vinsælda Kennt verður í tveim önnum í vetur og seinni önn lýkur með glæsilegum söngleik sem verður frumsýndur í júní . 

    Einungis verður pláss fyrir 24 nemendur. Inntökupróf í skólann fara fram um miðjan september og verða auglýst fljótlega

    Covid19 faraldurinn hefur reynst Gaflaraleikhúsinu erfiður eins og öllum öðrum leikhópum og leikhúsum vegna harðra samkomutakmarkana og það var afar sárt að þurfa hætta sýningum á vinsælasta sýningu leikhússins til þessa, Mömmu Klikk. Leikhúsið lenti utan þeirra stuðningsaðgerða sem ríkið veitti atvinnulífinu í landinu vegna þess að það er óhagnaðardrifið en Sviðslistarráð kom til leihúsinu til bjargar með myndarlegum fjárstuðningi til tveggja ára. 

    Þetta hleypti nýju lífi í starf leikhússins á þessu ári og í framhaldinu var ákveðið að æfa upp á ensku hina gríðarvinsælu sýningu Fyrsta Skiptið sem sannarlega náði til ungs fólks þegar hún var sýnd 2017-18 og halda í útrás. Sýningin var síðan sýnd undir nafninu My First í Unicorn leikhúsinu í London við frábærar viðtökur og er nú í sýningum á Edinburgh Fringe hátíðinni sem er núna á netinu vegna Covid. Í september er My First boðið að vera opnunarsýningin á Alþjóðlegri leiklistarhátíð Assitej í Kristiansand í Noregi en hún var valin úr hópi 80 alþjóðlegra sýninga.

    Gaflaraleikhúsið reynir á meðan húsrúm leyfir að vera í góðu samstarfi við aðra sjálfstætt starfandi leikhópa og nú í september verður sýnd bráðfjörug  brúðusýning um Bakkabræður í leikstjórn Sigurþórs Heimissonar og leik og brúðustjórn Elfars Loga Hannessonar, með fallegri tónlist Björns Thoroddsen sem er flutt af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Þetta er samstarfsverkefni Gaflaraleikhússins og  Kómedíuleikhússins á Vestfjörðum fyrir börn á öllum aldri.                   

    Leikárið hjá Gaflaraleikhúsinu sýnir að leikhúsið ætlar sér að vera áfram í fremstu röð leikhúsa fyrir unga áhorfendur á Íslandi. Þökk sé Hafnarfjarðarbæ og Sviðslistaráði og okkar ástkæru áhorfendum lítum við björtum augum til framtíðar. 



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!