Guide to guiding snýr aftur
Mánudaginn 5. júlí mun einleikurinn Guide to Guiding vera sýndur á ný á Reykjavik Fringe Festival. Guide to Guiding var frumsýndur á Fringe Festival fyrir ári og fékk frábærar viðtökur, en hefur legið í dvala síðan vegna samkomutakmarkanna.
Höfundur og leikari Guide to Guiding er Ingimar Bjarni Sverrisson, leiðsögumaður og leikari, en leikstjóri er Tryggvi Rafnsson, leikari og skemmtikraftur. Báðir stunduðu nám við leiklistarskólan Rose Bruford í Lundúnum og hafa verið starfsmaður í sjálfstæðu leikhússenunni síðan. Einleikurinn er byggður á reynslu Ingimars sem jöklaleiðsögumanni og fjallar um skrýtin og litríkan heim massa-túrisma. Í einleiknum fléttast saman sannar sögur, grín um Ísland og túrismans hér og smá boðskapur um lífið og tilveruna, sérstaklega í þjónustustarfi.
Á Reykjavik Fringe Festival verður Guide to Guiding á Aðalstræti 2, þar sem sett verður upp miðstöð hátíðarinnar. Sýningardagar eru fimmti, níundi og tíundi júní og allar sýningar hefjast 19:00 á viðkomandi degi. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebook síðunni Guide to Guiding.
Sýningardagar:
Mánudaginn 5. júlí kl. 19:00
Föstudaginn 9. júlí kl. 19:00
Laugardaginn 10. júlí kl. 19:00
Á RVK Fringe fá listamennirnir 100% af söluágóða. Til að styrkja við hátíðina sjálfa þurfa gestir að versla hátíðararmband fyrir 1000 krónur auk miða á einstaka viðburði. Hátíðararmband er forsenda þess að gestir geti nýtt miða sína og þurfa gestir að sýna armbandið þegar miðum er framvísað við inngang viðburða. Armbandið gildir út hátíðina og veitir afslætti á börum sýningarstaða. Armbönd má sækja í dyrunum á öllum viðburðum. Armbönd má einnig kaupa við dyrnar.
Ef fólk vill styrkja hátíðina frekar er hægt að millifæra á paypal.me/rvkfringe
Dagskrá hátíðar má finna á heimasíðunni rvkfringe.is og hægt er að horfa á streymi á crowdcast.io/rvkfringe