Sólveig Arnarsdóttir semur við Borgarleikhúsið | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Sólveig Arnarsdóttir semur við Borgarleikhúsið

    Sólveig Arnarsdóttir er komin heim

    Leikkonan Sólveig Arnarsdóttir, sem fer á kostum þessa dagana í Netflix seríunni Kötlu, er flutt heim til Íslands og er búin að gera samning við Borgarleikhúsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

    „Sólveig útskrifaðist fyrir rúmum tuttugu árum frá leiklistarskólanum Ernst Busch í Berlín og hefur starfað jöfnum höndum á Íslandi og í Þýskalandi, nú síðast sem fastráðin leikkona við hið virta leikhús Volksbühne í Berlín. Hún hefur ekki leikið í Borgarleikhúsinu síðan 1993 þegar hún var ógleymanleg í aðalhlutverkinu í Evu Lunu. Sólveig hefur sópað að sér tilnefningum og verðlaunum fyrir leik sinn í kvikmyndum og á sviði.“

    Sólveig mun hefja störf í lok sumars og leika hlutverk nornadrottningarinnar Hekötu í Macbeth og í Orlandó eftir Virginiu Woolf.

    „Ég er full eftirvæntingar og gleði að taka þátt í spennandi uppbyggingu í Borgarleikhúsinu nú þegar ég er komin heim eftir margra ára starf í þýsku leikhúsi,“ segir Sólveig um þessi tímamót.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!