Vertu úlfur valin sýning ársins | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Vertu úlfur valin sýning ársins

    Vertu úlfur hlaut öll sjö verðlaunin sem sýningin var tilnefnd til á Grímunni í ár.

    Vertu úlf­ur eft­ir Héðinn Unn­steins­son og Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur í leik­stjórn Unn­ar í Þjóðleik­hús­inu er óumdeild sýning ársins. Sýningin hlaut flest verðlaun þegar Grím­an, var af­hent í 19. sinn við hátíðlega at­höfn í Tjarn­ar­bíói nú fyrr í kvöld. Sýn­ing­in var til­efnd til sjö verðlauna og hreppti þau öll. Þar á meðal ann­ars sem sýn­ing árs­ins, fyr­ir leik­stjórn og leik­ara í aðal­hlut­verki.

    Heild­ar­úr­slit kvölds­ins eru sem hér seg­ir:

    Sýn­ing árs­ins 2021: Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Leik­rit árs­ins 2021: Vertu úlf­ur eft­ir Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur og Héðin Unn­steins­son í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Leik­stjóri árs­ins 2021: Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir fyr­ir sýn­ing­una Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Leik­ari árs­ins 2021 í aðal­hlut­verki: Björn Thors í leik­verk­inu Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Leik­kona árs­ins 2021 í aðal­hlut­verki: Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir í leik­verk­inu Hauk­ur og Lilja – Opn­un í sviðsetn­ingu Edda Producti­on

    Leik­ari árs­ins 2021 í auka­hlut­verki: Kjart­an Darri Kristjáns­son í leik­verk­inu Kaf­bát­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Leik­kona árs­ins 2021 í auka­hlut­verki: Birna Pét­urs­dótt­ir í leik­verk­inu Bene­dikt búálf­ur í sviðsetn­ingu Leik­fé­lags Ak­ur­eyr­ar í sam­starfi við MAk og Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norður­lands

    Leik­mynd árs­ins 2021: Elín Hans­dótt­ir í leik­verk­inu Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Bún­ing­ar árs­ins 2021: María Th. Ólafs­dótt­ir í leik­verk­inu Kar­demommu­bær­inn í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Lýs­ing árs­ins 2021: Björn Berg­steinn Guðmunds­son og Hall­dór Örn Óskars­son í leik­verk­inu Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Tónlist árs­ins 2021: Friðrik Mar­grét­ar Guðmunds­son í óper­unni Ekk­ert er sorg­legra en mann­eskj­an í sviðsetn­ingu Ad­olfs Smára Unn­ar­son­ar og Friðriks Mar­grét­ar Guðmunds­son­ar í sam­starfi við Tjarn­ar­bíó

    Hljóðmynd árs­ins 2021: Elv­ar Geir Sæv­ars­son og Val­geir Sig­urðsson í leik­verk­inu Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Söngv­ari árs­ins 2021: María Sól Ing­ólfs­dótt­ir í óper­unni Ekk­ert er sorg­legra en mann­eskj­an í sviðsetn­ingu Ad­olfs Smára Unn­ar­son­ar og Friðriks Mar­grét­ar Guðmunds­son­ar í sam­starfi við Tjarn­ar­bíó

    Dans – og sviðshreyf­ing­ar árs­ins 2021: Allra veðra von í nýs­irk­us­sýn­ing­unni Allra veðra von í sviðsetn­ingu Sirku­slista­hóps­ins Hring­leiks í sam­starfi við leik­hóp­inn Miðnætti og Tjarn­ar­bíó

    Dans­ari árs­ins 2021: Inga Mar­en Rún­ars­dótt­ir fyr­ir hlut­verk sitt í dans­verk­inu Ævi í sviðsetn­ingu Last Minu­te Producti­ons í sam­starfi við Íslenska dans­flokk­inn

    Dans­höf­und­ur árs­ins 2021: Inga Mar­en Rún­ars­dótt­ir fyr­ir dans­verkið Ævi í sviðsetn­ingu Last Minu­te Producti­ons í sam­starfi við Íslenska dans­flokk­inn

    Sproti árs­ins 2021: Leik­hóp­ur­inn PólíS

    Barna­sýn­ing árs­ins 2021: Kaf­bát­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Útvarps­verk árs­ins 2021: Með tík á heiði eft­ir Jó­hönnu Friðriku Sæ­munds­dótt­ur og í leik­stjórn Silju Hauks­dótt­ur í sviðsetn­ingu Útvarps­leik­húss­ins RÚV

    Heiður­sverðlaun Sviðslista­sam­bands Íslands 2021: Hall­veig Thorlacius og  Þór­hall­ur Sig­urðsson



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!