Fyrsta skiptið í útrás
Gaflaraleikhúsið hefur eins og önnur menningarstarfsemi í landinu fundið verulega fyrir samkomutakmörkunum í kjölfar Covid faraldurins. Þrátt fyrir verulega hömlur á sýningum og fjölda áhorfenda tókst samt að sýna hina geysivinsælu sýningu Mömmu Klikk 75 sinnum og það var gleðiefni fyrir okkur og þúsundir þakklátra áhorfenda. Skært ljós í kófinu.
Sú hugmynd kom upp í einni af pásum ársins að það væri þjóðráð að fara í útrás með Fyrsta skiptið sem leikhúsið setti upp árið 2018 og sló algerlega í gegn. Hún var valin besta leiksýningin það ár á Sögum, Verðlaunahátíð Barnanna og útnefnd sem ein af 10 bestu sýningum ársins hjá leiklistargagnrýnanda Morgunblaðsins. Gaflaraleikhúsið fór því í samvinnu við Himnaríki og breska leikhópinn Barely Theatre við að láta þýða verkið, æfa það upp á ensku og kynna fyrir umheiminum. Verkið heitir á ensku My First …
Æfingar standa nú yfir í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur sem leikstýrði upphaflegu sýningunni. Verkið verður sýnt í Unicorn leikhúsinu í London í lok júní, á Edinburgh Fringe leiklistarhátíðinn í águst og Alþjóðlegri sviðslistahátíð Assitej í Kristiansand í Noregi í september. My First … er verk sem lætur áhorfendur engjast um af hlátri um leið og hún snertir viðkvæmar taugar og vekur upp spurningar um hluti sem við þorum ekki að tala um. Alger sprengja. Til að gefa leikurunum kost á því að kynnast áhorfendum og gefa íslenskum og erlendum áhorfendum kost á að njóta þessarar frábæru sýningar verður boðið upp á nokkrar sýningar dagana 24-29. maí kl 20.00 í Gaflaraleikhúsinu. Hægt er að kaupa miða á vægu verði á tix.is og við hvetjum alla til að senda enskumælandi unglinga jafnt sem fullorðna í leikhúsið til okkar.
Höfundar verksins eru: Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarssosn, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber og Inga Steinunn Henningsdóttir.
Leikarar í My first … eru: Ásgrímur Gunnarsson, Auður Finnbogadóttir, Charles Noble , Isobel Horner og James McDowell
Leikstjórn: Björk Jakobsdóttir
Ljósahönnun: Freyr Vilhjálmsso
Tæknistjórn: Heimir Bergmann Ólafsson
Leikmynd og búningar: Björk Jakobsdóttir.
Tónlist: Óli Gunnar Gunnarsson, Mikael Emil Kaaber og Hallur Ingólfsson
Þýðandi: Ásgrímur Gunnarsson
Þýðing lagatexta: Óli Gunnar Gunnarsson
Framleiðendur: Lárus Vilhjálmsson, Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir