Sýningar hefjast á nýjan leik í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Sýningar hefjast á nýjan leik í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu

    Í ljósi nýrra tilslakana á sóttvarnarreglum munu sýningar hefjast að nýju á næstu dögum. Það er stöðugt verið að endurmeta stöðuna og allir miðaeigendur verða upplýstir um leið og nýjar ákvarðanir verða teknar.

    Þjóðleikhúsið

    • Nashyrningarnir – Frumsýningar verða tvær. Sú fyrri verður sumardaginn fyrsta, 22. apríl og sú seinni 23. apríl. Allir sýningardagar færast til og miðaeigendur fá nýja miða senda í tölvupósti.
    • Vertu úlfur – sýningar hefjast á nýjan leik 17. apríl. Allir sýningardagar færast til og miðaeigendur fá nýja miða senda í tölvupósti.
    • Kardemommubærinn – því miður verður ekki hægt að hefja sýningar á Kardemommubænumn að sinni en von er á nýjum upplýsingum í byrjun maí.
    • Kópavogskrónika – sýningar hefjast á nýjan leik 30. apríl. Allir sýningardagar færast til og miðaeigendur fá nýja miða senda í tölvupósti.
    • Kafbátur – sýningar hefjast á nýjan leik 24. apríl. Allir sýningardagar færast til og miðaeigendur fá nýja miða senda í tölvupósti.

    Borgarleikhúsið

    Gildandi sóttvarnarreglur og óvissa um framhaldið setja okkur enn nokkrar skorður. Óvissan gerir það að verkum að við getum sýnt minni sýningar en þær sem stærri eru og með fleiri þátttakendum verða enn að bíða. Gosi heldur áfram á Stóra sviðinu og síðustu sýningar verða á Sölumaður deyr og Oleanna. Stefnt er að frumsýna svo Veislu í maí! Í ljósi aðstæðna hefur ákvörðun verið tekin um að risa bomban okkar Níu líf kemur aftur á svið á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!