Lalli og töframaðurinn í Tjarnarbíó
Lalli hefur starfað í leikhúsinu um árabil en einn daginn verður honum á í messunni þegar hann mætir klukkutíma of seint í vinnuna. Áhorfendur eru allir mættir en hann á enn eftir að undirbúa sviðið fyrir töfrasýningu dagsins. Leikhúsgestir fá því ekki bara að upplifa töfrasýningu heldur fá þeir einnig að skyggnast á bakvið tjöldin við uppsetningu á töfrasýningu Lalla Töframanns og upplifa alla þá leikhústöfra og þær uppákomur sem eiga sér stað í því ferli.
Lalli og töframaðurinn er fræðandi, töfrandi og um fram allt skemmtileg fjölskyldusýning sem veitir einstaka innsýn í leyndarmál og töfra leikhússins.