Námskeið í ljósa- og hljóðhönnun hjá Þjóðleikhúsinu
Þjóðleikhúsið stendur fyrir spennandi námskeiði um ljósa- og hljóðhönnun. Námskeiðið er ætlað ljósa og hljóðmönnum áhugaleikhúsa / félagsmiðstöðva og þeirra sem vinna með ljós/hljóð á öðrum vettvangi. Þáttakendur þurfa að hafa náð 16-17 ára aldri og hafa eitthvað fengist við ljósa eða hljóðvinnu áður. (ekki byrjendanámskeið). Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu og leiðbeinendur eru tæknimenn Þjóðleikhússins. Skráning er til og með mið. 16. september.
Nánari upplýsingar um námskeið
Ljósanámskeið
Verkfærin / ljósin. Hverskonar ljós er maður að vinna með og hvernig notar maður þau. Ljósmagn, skerpa, vinklar, ofl. Litir og noktun þeirra: Hvaða hughrif þeir búa til ofl. varðandi litanoktum Noktun filtera. LED ljós / ekki LED ljós? Vinnuferlið: Á hverju byrjar maður? Grunnlýsing. Samstarf við listræna stjórnendur
Hljóðnámskeið:
Hvað er hljóð, hvernig ferðast það um rými og hvernig getur maður nýtt sér það í praktík? Uppstilling hljóðkerfa, uppmögnun og þráðlaust hljóð. (Þráðlausir hljóðnemar og in-ear) Hljóðvinnsla fyrir lifandi viðburði, Q-lab, hljóðeffektar, forritun mixera og samtenging tækja (show control). Hvert sækir maður innblástur og hvernig styður maður við verkið og eykur áhrif til áhorfenda. Samstarf við listræna stjórnendur.
Dagskrá:
Hljóðnámskeið:
Fös 18. sept – Málarasalur – kl. 17.30 -19.00
Lau 19. sept – Stóra svið – kl. 11.00 -14.00
Sun 20. sept – Stóra svið – kl. 13-14.30
Ljósanámskeið:
Fös 18. sept – Málarasalur – kl. 20 – 21.30
Lau 19. sept – Stóra svið – kl. 15 -18.00
Sun 20. sept – Stóra svið – kl. 15 -16.30
Skráningarfrestur rennur út miðv. 16 sept.
Fyrstir koma, fyrstir fá!
Þáttökugjald er 22.000 fyrir hvort námskeið.
Skráning og nánari upplýsingar:
bjorningi@leikhusid.is
Björn Ingi Hilmarsson