Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið fresta sýningum
Í ljósi aðstæðna og tilmæla sóttvarnaryfirvalda hafa Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið frestað sýningum sem áttu að hefjast nú í byrjun ágúst.
Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að fresta sýningum á Kardemommubænum til 12. september og Framúrskarandi vinkonu til 17. október.
Borgarleikhúsið hefur ekki gefið upp nýjar dagsetningar á sýnum sýningum en hvetur alla til að fylgjast með sínum miðlum ásamt því að haft verður samband við alla þá sem þegar hafa keypt miða á sýningar.