Djákninn á Myrká í Tjarnarbíó
Sýningin Djákninn á Myrká, sagan sem aldrei var sögð var frumsýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri í maí 2019.
,,Við erum stödd í gamla daga, nánar tiltekið fyrir löngu síðan.”
Vegna fjölda áskorana verður þessi sprenghlægilega og farsakennda meðhöndlun á þekktustu draugasögu Íslandssögunnar sýnd í Tjarnarbíói í vor!
Leikararnir Jóhann og Birna draga fram hverja pórsónuna á fætur annari, lesa á milli línanna og skálda í eyðurnar.
Hér er á ferðinni hryllilegt gamanverk sem fær áhorfendur til að veltast um af hlátri.