Lokasýningar á Einræðisherranum
Eftir Charlie Chaplin. Leikgerð: Nikolaj Cederholm Leikstjórn Nikolaj Cederholm
Aðeins þrjár aukasýningar í febrúar!
Leikgerð Nikolajs Cederholms af kvikmynd Chaplins The Great Dictator sló í gegn í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári, og eftir áramót gefst færi á að sjá sýninguna að nýju á Stóra sviðinu. Siggi Sigurjóns þótti vinna leiksigur í aðalhlutverkinu, og hin einstaka hljóðmynd sýningarinnar hlaut Grímuverðlaunin, en heiðurinn af henni eiga tónlistarmaðurinn Karl Olgeirsson, leikmunadeild Þjóðleikhússins og Aron Þór Arnarson úr hljóðdeild leikhússins. Anja Gaardbo og Kasper Ravnhöj voru einnig tilnefnd til Grímunnar í flokknum dans- og sviðshreyfingar ársins, en dansar og slapstick-atriði í sýningunni hafa vakið mikla athygli og kátínu.
Leiksýningin er á sinn hátt óður til meistaraverks Chaplins, en um leið vísar hún til samtímans, líkt og kvikmynd Chaplins gerði á sínum tíma.
Hér gefst íslenskum leikhúsgestum kostur á að sjá Sigga Sigurjóns stíga á svið í hlutverki flækingsins sem verður einræðisherra fyrir röð mistaka. Leikhópurinn fer á kostum í takt við listilegar hljóðbrellur Karls Olgeirssonar píanóleikara.
Heillandi, bráðskemmtileg og frumleg leiksýning um valdasýki, möguleika mennskunnar í trylltri veröld og baráttuna fyrir friði í heiminum.
THE GREAT DICTATOR © Roy Export S.A.S. Öll réttindi áskilin.
Charlie Chaplin™ is a trademark and/or service marks of Bubbles Inc. SA and/or Roy Export S.A.S. used with permission. Charlie Chaplin™ © Bubbles Incorporated SA 2018.