Þjóðsaga til næsta bæjar | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Þjóðsaga til næsta bæjar

    Leikfélag Hveragerðis frumsýnir föstudaginn 7. febrúar nk. nýtt íslenskt leikrit, sem fengið hefur nafnið Þjóðsaga til næsta bæjar. Leikritið er byggt á þjóðsögum Jóns Árnasonar en 200 ár voru liðin frá fæðingu hans sl. haust. Jón skráði og safnaði hundruðum íslenskra þjóðsagna, ævintýra og munnmælasagna um ævina. Sögum sem annars væru án efa flestar gleymdar og tröllum gefnar. Með sýningunni vill leikfélagið heiðra minningu Jóns.

    Höfundur leikgerðar og leikstjóri er hinn góðkunni leikari Örn Árnason en hann hefur einnig samið söngtexta og flest lögin í sýningunni. Verkið er spunnið saman úr nokkrum þekktustu þjóðsögum og ævintýrum sem Jón hélt til haga, meðal annars koma hinir „bráðskörpu“ Bakkabræður töluvert við sögu og að sjálfsögðu hin geðþekka Gilitrutt.

    Æfingar hafa staðið yfir síðan í byrjun nóvember og hafa gengið vel. 22 leikarar fara með fjölda hlutverka, en alls koma 32 að verkinu. Sýnt er í Leikhúsinu að Austurmörk 23 Hveragerði.
    Miðapantanir eru í síma 863-8522.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!