Alladín og töfralampinn | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Alladín og töfralampinn

    Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands setur upp ár hvert stórglæsilegan söngleik.Í ár varð söngleikurinn Alladín og töfralampinn fyrir valinu sem er byggður á Disney teiknimyndinni Aladdin sem var gefin út árið 1992 og endurgerð leikin útgáfa árið 2019.

    Þessi söngleikur hefur aldrei verið settur upp af þessari stærðargráðu á Íslandi. Söngleikurinn verður sýndur í Austurbæ og er það Agnar Jón Egilsson sem leikstýrir sýningunni. Listrænir stjórnendur eru annars Pálmi Sigurhjartarson tónlistarstjóri og Rósa Rún dansstjóri.  Allir listrænir stjórnendur sýningarinnar hafa veigamikla reynslu og þekkingu á sínu sviði og verður öllu til tjaldað.

    Söngleikurinn í ár segir frá Alladín sem er fátækur þjófur sem einn daginn hittir fyrir slysni prinsessuna Jasmín án þess að gera sér grein fyrir því hver hún er. Hann varð ástfanginn af henni við fyrstu sýn en uppgötvar síðan seinna hvert hennar raunverulega hlutverk er. Alladín heldur að hann gæti bara verið með henni ef hann væri konungsborinn sem hann er svo sannarlega ekki. Hann leitar margra lausna og finnur að lokum töfralampa sem veitir honum þrjár óskir. Alladín reynir að nýta óskirnar til að heilla Jasmín og fjallar söngleikurinn um hvernig hann fer með óskirnar og í hvaða ævintýri töfralampinn leiðir hann.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!