Engillinn í Þjóðleikhúsinu
Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum er arfleifð Þorvaldar heiðruð.
Finnur Arnar Arnarson, myndlistarmaður og leikmyndahöfundur, skapar sýningu upp úr verkum Þorvaldar þar sem saman koma örverk, brot úr lengri verkum og vísanir í myndlist og gjörninga.
Hversdagslega súrrealísk sýning sem kemur á óvart .
Boðið verður upp á 20 mín. umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á verkinu.