Hvað er svart, hvítt og þýtur um á hjólum?
Nemendasýning á vegum Kvikmyndaskóla Íslands verður í Leikhúsinu, samastað Leikfélags Kópavogs föstudaginn 13. desember. Að verkinu standa 2. önn leiklistarbrautar og 3. önn handritadeildar Kvikmyndaskólans.
Sveitin vs. Borgin. Fimm einstaklingar. Leyndarmál. Átök. Upplausn. Leikverkið er eftir þá Arnar Má og Axel Frans í samráði við leikara og í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar.
Frítt er inn á tvær sýningar á föstudag en panta þarf miða.