Bylur í Mosfellssveit
Leikfélag Mosfellssveitar í samstarfi við tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar æfir um þessar mundir nýjan söngleik sem ber heitið ❄Bylur❄. Sagan gerist á afskekktu hóteli í ónefndum bæ á Þorláksmessu, en þar sjá nokkrir strandaglópar fram á að þurfa að eyða jólunum saman sökum blindbyls sem herjar á bæinn.
Þarna fléttast saman sögur alls konar fólks sem er saman komið á hótelinu í mismunandi erindagjörðum. Leynifundir, jólabjöllur, snjóblásarai, steikt slátur í bland við grípandi vetrar- og jólalög í skemmtilegum útsetningum ættu að koma öllum í jólaskapið.
Hljómsveitin er skipuð nemum í Listaskóla Mosfellsbæjar og Kvennakórinn Stöllurnar undir stjórn Heiðu Árnadóttur leika og syngja ásamt félögum í Leikfélagi Mosfellssveitar. Handritið skrifuðu María Guðmundsdóttir og Sigrún Harðardóttir, leikstjórn er í höndum Sigrúnar Harðardóttur og Agnesar Wild, leikmynd hannar Eva Björg Harðardóttir og búninga og leikmyndasmíði er í höndum stærðar hóps sem vinnur bakvið tjöldin. Sýningarstjóri er Kolfinna Rut Schjetne
Á hverri sýningu kemur gestasöngvari og tekur lagið, en meðal söngvara verða GDRN, Guðrún Gunnarsdóttir, Diddú, Bjarni Atlason, Jógvan Hansen og Greta Salome.
Ekki missa af þessum stórskemmtilega söngleikur sem kitlar hláturtaugarnar, frábær skemmtun í skammdeginu!
Næstu sýningar eru: fös 13/12, fim 19/12 og fös 20/12.
Miðapantanir fara fram í síma 566-7788 og í skilaboðum á facebook.com/leikmos
Miðaverð er 2.900 kr, tilboðsverð fyrir hópa (8 eða fleiri) er 2.500 kr.