Leppalúði
Jólaleikritið Leppalúði verður sýnt í Hólmavík í félagsheimlinu 5 des. og 7. des verður sýning á Þingeyri.
Leppalúði hefur verið á ferð og flugi um landið síðan um miðjan nóvember. Frumsýnt var á Tálknafirði 13. nóvember og síðan þá hefur leikurinn verið sýndur á Bíldudal, Patreksfirði, Reykjavík, Reykhólum, Hvammstanga, Skagaströnd, Blönduósi, Barðaströnd, Þingeyri, Búðardal og í Borgarnesi.
Margir hafa heyrt hans getið en fæstir vita mikið um hann ef nokkuð. Enda hefur hann ávallt fallið í skuggann á konu sinni, henni Grýlu. En nú er lok röðin loksins komin að Leppalúða. Leikritið gerist í Grýluhelli hvar Leppalúði vaknar fyrstur allra og þá fer hann að gera það sem honum finnst skemmtilegast að gera. Hvað skyldi það nú vera? Jú, að gera ekki neitt.
Hver er hann eiginlega? Talar hann mannamál? Er hann í alvörunni til?
Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson
Búningur: Alda S. Sigurðardóttir
Tæknilegar lausnir og galdrar: Kristján Gunnarsson
Leikmynd/Gríma/Leikstjórn: Marsibil G. Kristjánsdóttir