Leikfélag Hörgdæla Sýnir Gauragang
Ormur Óðinsson er 16 ára og rétt að klára grunnskólann. Hann er að sjálfsögðu snillingur og töffari en það þýðir ekki endilega að allt hans líf sé í góðum gír. Vinir, hugsjónir, fjölskylda, skoðanir, ljóð, óvinir, skóli og ást – allt blandast þetta saman og flækist hvað fyrir öðru í tvísýnu spili um hug hans og hjarta.
Nú eru einungis þrjár sýningar eftir af þessari stórskemmtilegu sýningu.
Miðasala fer fram í símum 666 0170 eða 666 0180 frá 17-19 virka daga og 14-16 á laugardögum.