Sýningum á Matthildi að ljúka í Borgarleikhúsinu | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Sýningum á Matthildi að ljúka í Borgarleikhúsinu

    Nú fer hver að verða síðastur að sjá þennan margverðlaunaða söngleik því síðustu sýningar eru nú í desember.

    Þessi magnaði söngleikur byggir á sögu Roalds Dahl og fjallar um Matthildi, óvenjulega gáfaða og bókelska stúlku með afar ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru hins vegar fáfróð og óhefluð og skólastjórinn hreinasta martröð. Matthildur lumar á ýmsum ráðum gegn ranglæti og heimskupörum og tekst að vinna sér sess í veröldinni með samviskuna og hugrekkið að leiðarljósi.

    Söngleikurinn Matthildur hefur hlotið hátt í hundrað verðlaun af ýmsu tagi og þar af sextán verðlaun sem besti söngleikur. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson sem á að baki stóra söngleikjasigra á borð við uppfærslurnar á Billy Elliot og Bláa hnettinum.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!