Skjáskot í Borgarleikhúsinu
Eru nýjar kynslóðir frekari en þær fyrri eða er réttlætið loksins að sigra? Hvernig er hægt að lifa þegar sérhver frammistaða manneskjunnar er gefin einkunn, hún verðlögð og metin fyrir allra augum? Og hvers vegna heldur veröldin áfram þrátt fyrir kúariðu, 2000-vanda, Brexit eða Trump? Hver er æðsti ótti nútímamannsins? Hræðumst við ekki lengur eld og tortímingu, heldur þvert á móti þá staðreynd að framvegis mun aldrei neitt gleymast né eyðast? Þetta eru nokkrar af þeim áleitnu spurningum um sem Bergur Ebbi Benediktsson, uppstandari, ljóðskáld leitar svara við til að reyna að skilja stöðu manneskjunnar í rafrænum heimi nútímans og framtíðarinnar.