Litla Hryllingsbúðin í Bíóhöllinni á Akranesi
Litla Hryllingsbúðin verður frumsýnt í Bíóhöllinni á Akranesi Föstudaginn – 8. nóvember. Stórglæsileg sýning í vændum, þar sem hæfileika og reynlsufólk er í öllum hornum.
Skagaleikflokkurinn frumsýnir hinn sívinsæla söngleik Litlu Hryllingsbúðina eftir Howard Ashman og Alan Menken þann 8. nóvember. Allt síðan söngleikurinn var fyrst settur á svið árið 1982 hefur hann farið sigurför um heiminn og verið settur upp í fjölmörgum löndum ár hvert. Sagan segir frá ungum blómasala sem dag einn finnur undarlega plöntu sem á eftir að hafa stórkostleg áhrif á líf hans og allra sem hann þekkir.
Litla Hryllingsbúðin er grátbroslegur söngleikur sem svíkur engan.
Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð.
Tónlistarstjóri: Birgir Þórisson.
Howard Ashman er höfundur samnefndrar bókar og texta en tónlistin er eftir Alan Menken. Þýðandi óbundins máls er Gísli Rúnar en bundins máls er Magnús Þór Jónsson (Megas).