Fló á skinni
Leikfélag Keflavíkur setur upp sprenghlægilega farsann Fló á skinni.
Fló á skinni er einn besti og eitraðasti farsi allra tíma eftir Georges Feydeau, en í ár fagnar hann 112 ára afmæli. Leikgerðin er eftir Gísla Rúnar Jónsson og er leikstjórn í höndum Karls Ágústs Úlfssonar.
Fló á skinni er samansafn af framhjáhaldi, hótelsvítum og brjáluðum eltingarleik. Er Jóhannes að halda framhjá? Er Saga að halda framhjá? Er Miroslaw genginn af göflunum? Er Eiður með hárkollu? Og hver er þessi Klemens?
Það kemur allt í ljós föstudaginn 25. október þegar leikfélagið frumsýnir þessa dásamlegu snilld.
Leikfélag Keflavíkur hefur ekki svikið neinn áhorfanda síðustu misseri og er Fló á skinni alls engin undantekning. Hér er um að ræða magnaðan hóp áhugaleikara sem leggja allt í þessa frábæru leiksýningu og lofum við þér endalausri skemmtun.