Blúndur og blásýra í Freyvangleikhúsinu
Systurnar Abbý og Marta Brewster búa í ættarhúsinu ásamt bróðursyni sínum. Svarti sauðurinn í fjölskyldunni skýtur upp kollinum með miður göfug áform og fara þá myrk leyndarmál fjölskyldunnar að líta dagsins ljós.
Sagan er allsérstök og hrollvekjandi en þar er fjallað um læknisfræði, lýtalækningar, girndarmorð og greftrunarsýki. Ótrúlegt en satt þá er leikritið hinn besti farsi um bæði elskulegar og hlýlegar persónur sem reyndar hafa brenglaða siðferðiskennd. Þær systur leigja út herbergi til ungra manna og hjálpa þeim gjarna yfir móðuna miklu ef þeim finnst þeir eiga eitthvað of bágt í lífinu. Þannig hafa ófá líkin verið grafin í kjallara heimilisins.