Vinningshafar Grímunnar 2019
Íslensku sviðslistaverðlaunin Gríman voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu og var sýnt frá hátíðinni í beinni útsendingu á RÚV. Uppfærsla Borgarleikhússins á Ríkharði III. eftir William Shakespeare hlaut flest verðlaun, sex talsins, var tilnefnd til átta og var því óumdeildur sigurvegari kvöldsins.
Grímuverðlaunin 2019:
Sýning ársins: Ríkharður III
Leikrit ársins: Club Romantica
Leikstjóri ársins: Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Ríkharð III
Leikari ársins í aðalhlutverki: Hjörtur Jóhann Jónsson fyrir Ríkharð III
Leikkona ársins í aðalhlutverki: Sólveig Guðmundsdóttir fyrir Rejúníon
Leikari ársins í aukahlutverki: Stefán Hallur Stefánsson fyrir Samþykki
Leikkona ársins í aukahlutverki: Vala Kristín Eiríksdóttir fyrir Matthildi
Leikmynd ársins: Ilmur Stefánsdóttir fyrir Ríkharð III
Búningar ársins: Filippía I. Elísdóttir fyrir Ríkharð III
Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Ríkharð III
Tónlist ársins: Daníel Bjarnason fyrir Brothers
Hljóðmynd ársins: Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins fyrir Einræðisherrann
Söngvari ársins: Herdís Anna Jónasdóttir fyrir La Traviata
Dans – og sviðshreyfingar ársins: Lee Proud fyrir Matthildi
Dansari ársins: Bára Sigfúsdóttir fyrir The Lover
Danshöfundur ársins: Bára Sigfúsdóttir fyrir The Lover
Útvarpsverk ársins: SOL
Sproti ársins: Matthías Tryggvi Haraldsson
Barnasýning ársins: Ronja ræningjadóttir
Heiðursverðlaun Sviðslistasambands: Þórhildur Þorleifsdóttir