Einræðisherrann
Meistaraverk Charlies Chaplins á leiksviði, í bráðskemmtilegri, nýrri gerð.
Leikgerð Nikolajs Cederholms af kvikmyndinni Einræðisherranum sló rækilega í gegn hjá Nørrebro-leikhúsinu í Kaupmannahöfn á liðnu leikári, og gagnrýnendur hlóðu lofi á sýninguna! Leiksýningin er á sinn hátt óður til þessa meistaraverks Chaplins, en um leið vísar hún til samtímans, líkt og kvikmynd Chaplins gerði á sínum tíma.
Nú gefst íslenskum leikhúsgestum kostur á að sjá Sigga Sigurjóns stíga á svið í hlutverki flækingsins sem verður einræðisherra fyrir röð mistaka. Ilmur Kristjáns, Pálmi Gests, Ólafía Hrönn, Gói, Þröstur Leó, Hallgrímur Ólafsson, Sigurður Þór og Oddur Júlíusson fara á kostum í takt við listilegar hljóðbrellur Karls Olgeirssonar píanóleikara.
Heillandi, bráðskemmtileg og frumleg leiksýning um valdasýki, möguleika mennskunnar í trylltri veröld og baráttuna fyrir friði í heiminum.