Óvinur fólksins frumsýnt 22. september í Þjóðleikhúsinu
Eftir Henrik Ibsen
Leikstjórn Una Þorleifsdóttir
Áleitið verk um grimmilega valdabaráttu, græðgi og þöggun. Á sannleikurinn alltaf rétt á sér?
Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð.
Lýðræði snýst ekki um upplýstar ákvarðanir heldur vinsælar skoðanir.
Það eru uppgangstímar í bænum, ný og glæsileg heilsuböð laða að fjölda ferðamanna og efnahagur bæjarbúa blómstrar sem aldrei fyrr. Þegar Stokkmann læknir uppgötvar að það sem öll velmegunin grundvallast á felur í raun í sér dulda en stórhættulega meinsemd ákveður systir hans, Petra Stokkmann bæjarstjóri, að mæta honum af fullri hörku. Átök systkinanna skekja innviði samfélagsins og brátt logar allur bærinn í illdeilum.
Áleitið verk um grimmilega valdabaráttu, græðgi og þöggun, rödd samviskunnar, rétt náttúrunnar og samfélagslega ábyrgð. Á sannleikurinn alltaf rétt á sér?
Verið velkomin á „heilnæmasta áfangastað landsins“!
Persónur og leikendur
Björn Hlynur Haraldsson: Tómas Stokkmann, læknir og eftirlitsmaður baðanna
Sólveig Arnarsdóttir: Petra Stokkmann, systir Tómasar, bæjarstjóri og formaður í baðstjórn
Lilja Nótt Þórarinsdóttir: Katrín Stokkmann, eiginkona Tómasar, verslunareigandi
Snæfríður Ingvarsdóttir: Petra Stokkmann yngri, dóttir Tómasar og Petru, barnakennari
Sigurður Sigurjónsson: Marteinn Kíl, fósturfaðir Katrínar, verksmiðjueigandi
Guðrún S. Gísladóttir: Ásláksen, meðeigandi Blaðsins og formaður félags atvinnurekenda
Snorri Engilbertsson: Hofstad, ritstjóri Blaðsins
Lára Jóhanna Jónsdóttir: Billing, blaðamaður á Blaðinu
Baldur Trausti Hreinsson: Jóhann Horster, skipstjóri
Vera Stefánsdóttir og Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir / Árni Arnarson og Júlía Guðrún Lovisa Henje: börn Tómasar og Katrínar