Ubbi kóngur sló í gegn í Mónakó | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Ubbi kóngur sló í gegn í Mónakó

    Ubbi Kóngur

    Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi leikritið Ubba kóng dagana 29. og 30. ágúst sl. í Théâtre Princesse Grace í Mónakó á hinni virtu alþjóðlegu leiklistarhátíð Mondial du Théâtre.

    Hátíðin er haldin í Mónakó fjórða hvert ár á vegum AITA/IATA, International Association of Amateur Theatre, og Studio de Monaco og þykir mikill heiður að vera boðin þátttaka í henni. 24 leikhópum er boðið að taka þátt hverju sinni og er þetta í þriðja sinn sem íslenskur leikhópur er valinn til þess að sýna á hátíðinni, sem fagnaði 60 ára afmæli sínu að þessu sinni.

    Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Ubba kóng eftir Alfred Jarry í leikstjórn Ágústu Skúladóttur vorið 2015 og er þetta í annað sinn sem farið er út fyrir landsteinana með verkið. Leikarar eru 10 alls, tónlistin í verkinu er eftir Eyvind Karlsson og textar eftir Karl Ágúst Úlfsson og Þórarin Eldjárn.

    Ubba kóngi var tekið með kostum og kynjum og hlaust sýningunni m.a. sá heiður að vera lokasýning hátíðarinnar.  Í dómi gagnrýnanda hátíðarinnar segir m.a. að leikstjórn Ágústu hafi verið einstaklega frumleg og margar kómískar lausnir nýttar til að skapa hughrif fyrir áhorfendur.  Íslenski hópurinn hafi komið skilaboðum höfundar um fáránleika forréttindastéttarinnar fullkomlega á framfæri ásamt því að setja sinn eigin lit á sýninguna með þeirri blöndu af örlæti og bilun sem einkennir íslenska þjóð.  Leikhópnum er þakkað það hugrekki að setja Ubba kóng upp á þennan óhefðbundna hátt, í anda hins upprunalega verks.  Það sé vegna sýninga sem þessarar sem Mondial leiklistarhátíðin sé til auk þess sem slíkar sýningar viðhaldi þeirri sérstöðu áhugaleikhússins fram yfir atvinnuleikhús að koma sífellt á óvart.

    Leikfélag Hafnarfjarðar nýtti hvert tækifæri á hátíðinni til þess að kynna bakgrunn sinn og menningu, m.a. í pallborðsumræðum. Á kynningarkvöldi var sungið fyrir gesti og þeir þjálfaðir í víkingaklappi, auk þess sem boðið var upp á brennivín, harðfisk með smjöri og íslenskan lakkrís.  Hópurinn bar þar að auki gjafir af ýmsu tagi til Mónakó og hefur vitinn í Hafnarfirði nú dreifst út um allan heim í barmi annarra þátttakenda.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!