Fjölmennt leikhúskaffi fyrir sýninguna 1984 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Fjölmennt leikhúskaffi fyrir sýninguna 1984

    1984 - 3

    Fimmtudaginn 31. ágúst var haldið svokallað Leikhúskaffi þar sem leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður sýningarinnar 1984, sem verður frumsýnd 15. september á Nýja sviði Borgarleikhússins, kynntu verkið og þeirra nálgun fyrir gestum.

    Fyrri hluti kynningarinnar fór fram í Borgarbókasafninu í Kringlunni þar sem Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri, kynnti verkið, leikgerðina og nálgun leikhópsins á verkið fyrir þeim rúmlega 50 gestum sem mættu á viðburðinn. Eftir það fór hópurinn inn á Nýja svið Borgarleikhússins þar sem Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmynda- og búningahönnuður, sýndi leikmyndina og útskýrði fyrir hópnum hugmyndina á bakvið hana.

    Leikhúskaffið þótti takast einkar vel og var mikil ánægja á meðal gestum sem og aðstandenda sýningarinnar. Þetta var fyrsta Leikhúskaffi af þremur í vetur, en þetta er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Borgarbókasafns. Næsta verk sem kynnt verður á Leikhúskaffi er Medea.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!