Fjölmennt leikhúskaffi fyrir sýninguna 1984
Fimmtudaginn 31. ágúst var haldið svokallað Leikhúskaffi þar sem leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður sýningarinnar 1984, sem verður frumsýnd 15. september á Nýja sviði Borgarleikhússins, kynntu verkið og þeirra nálgun fyrir gestum.
Fyrri hluti kynningarinnar fór fram í Borgarbókasafninu í Kringlunni þar sem Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri, kynnti verkið, leikgerðina og nálgun leikhópsins á verkið fyrir þeim rúmlega 50 gestum sem mættu á viðburðinn. Eftir það fór hópurinn inn á Nýja svið Borgarleikhússins þar sem Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmynda- og búningahönnuður, sýndi leikmyndina og útskýrði fyrir hópnum hugmyndina á bakvið hana.
Leikhúskaffið þótti takast einkar vel og var mikil ánægja á meðal gestum sem og aðstandenda sýningarinnar. Þetta var fyrsta Leikhúskaffi af þremur í vetur, en þetta er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Borgarbókasafns. Næsta verk sem kynnt verður á Leikhúskaffi er Medea.