Ubbi á leið til Mónakó | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Ubbi á leið til Mónakó

    Ubbi Kóngur

    Allt er pakkað og klárt fyrir ferð Leikfélags Hafnarfjarðar á Mondial du Théâtre í Mónakó, en félagið sýnir þar Ubba kóng í næstu viku.

    Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Ubba kóng eftir Alfred Jarry í leikstjórn Ágústu Skúladóttur vorið 2015.  Farið var með verkið á leiklistarhátíð í Austurríki í fyrra og nú leggur Ubbi enn á ný upp í langferð.

    Mondial du Théâtre er haldin í Mónakó fjórða hvert ár á vegum AITA/IATA, International Association of Amateur Theatre, og Studio de Monaco.  24 leikhópum er boðið að taka þátt hverju sinni og sýnir hver leikhópur tvisvar sinnum.  Sýningar LH á Ubba kóngi verða dagana 29. og 30. ágúst í Théâtre Princesse Grace.

    Leikfélagið er afar stolt af því að hafa verið valið til þátttöku á fremstu leiklistarhátíð heims á vettvangi áhugaleikhúss og er spennan í leikhópnum orðin mikil.  Leikarar eru 10 alls, tónlistin í verkinu er eftir Eyvind Karlsson og textar eftir Karl Ágúst Úlfsson og Þórarin Eldjárn.  Steingrímur Gautur Kristjánsson þýddi.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!