Þura Stína Kristleifsdóttir
Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Ég er grafískur hönnuður á daginn á Brandenburg. DJ SURA á kvöldin og plötusnúður í hljómsveitunum Reykjavíkurdætur og Cyber.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Bogmaður.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Söngkona.
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Ég er óþægilega stundvís og ef ég tek að mér verkefni verð ég að gera þau 100%.
Helsti galli er kannski að ég kann nánast ekki að segja nei og langar að gera allt. Get líka stundum verið aðeins of mikið skipulagsfrík.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Pizza, pasta, rauðvín og bara allt ítalskt sko.
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Fór seinast á Sölku Völku og hún var frábær. Þá sérstaklega Blær.
Hvaða áhugamál áttu þér?
Allt það skemmtilega sem ég vinn við, hönnun, tónlist og tónlist og svo skútusiglingar – sem ég þrái að fara að gera aftur. Auðvitað ferðalög líka og nýjir staðir.
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Hlusta mest á hiphop en ég er með rosalega víðan tónlistarsmekk svo það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu. Hlusta t.d. nánast aldrei á hiphop í vinnunni sem eru alveg 8 tímar á dag.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Fólk sem virðir ekki tíma og vinnu hjá öðrum ok ég er mjög bitur út í óstundvíst fólk, það fer ekkert mest í taugarnar á mér. Reyni að láta sem minnst fara í taugarnar á mér, ef það tengist fólki eða neikvæðri orku reyni ég frekar að umgangast það minna eða losa það frá mér ef það virkar ekki að breyta því í jákvæða orku.
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Ég er mest á Suðurlandi og elska að fara í sumarbústaðinn minn. En held ég verði að segja Seyðisfjörður og toppurinn á öllum fjöllum í Vestmannaeyjum á sumrin.
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
Ég sá ekkert annað en New York þegar ég var yngri og man ekki hvað ég hef farið oft. En ég væri mest til í að flytja í lítið hérað í Ítalíu og bara vera.
Flytja til London eða New York?
New York.
Eiga hund eða kött?
Hund.
Borða heima heima eða úti daglega?
Úti.
Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
Morgnana.
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Hvorugt.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Sjónvarp.
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.
Veldu: Sturtu eða bað?
Sturtu.
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Ákveðin.
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Verið velkomin á RVKDTR the show í Borgarleikhúsinu!