Álfahöllin
Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson, unnin í samvinnu við listafólk Þjóðleikhússins.
Á Stóra sviði Þjóðleikhússins, í álfahöllinni miðri, sviðsetur Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og samverkafólk hans þætti úr sögu íslenskrar leiklistar.
Er leikhúsið síðasti raunverulegi samkomustaður samfélagsins, á tímum netvæddra samskipta og einstaklingstækja? Er leikhúsið staður þar sem er hægt að brúa bilin í samfélagi okkar?
Listafólk leikhússins leggur af stað í óvissuferð, með gleði, sköpunarkraft og mennsku í farteskinu, og býður þjóðinni upp á tækifæri til þess að hittast og skoða sjálfa sig í spegli listarinnar.