Vísindasýning Villa | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Vísindasýning Villa

    Visindasyning_Villa stor

    Villi og Vala bregða á leik með tilraunaglösin sín á Litla sviði Borgarleikhússins, gera ótrúlegar uppgötvanir og útskýra fyrir okkur mögnuð fyrirbæri úr heimi vísindanna. Hvað er rafmagn? Hvað er hljóð? Hvað er blóð og bein?

    Öll börn þekkja Vísinda-Villa og uppátæki hans í sjónvarpinu. Villi hefur oft bjargað sjálfum sér og vinum sínum úr vanda með alls konar uppfinningum enda hefur hann brennandi áhuga á vísindum. Uppáhaldsspurningin hans er: „Af hverju?“

    Nú stígur Vísinda-Villi á svið Borgarleikhússins í fyrsta sinn og fer með áhorfendur í æsispennandi ferðalag um heim vísindanna.  Með honum er hún Vala sem hefur ráð undir rifi hverju og fer létt með að leysa óyfirstíganleg vandamál. Ekkert er þeim óviðkomandi hvort sem um er að ræða svarthol, atóm, köngulær, tré, blóð, heimspeki eða stjörnuhimininn svo eitthvað sé nefnt. Þau gera tilraunir og útskýra hluti, fá út óvæntar niðurstöður og spyrja spurninga sem engum hefði dottið í hug að spyrja – hvað þá að fá svör við!

    Úr gagnrýni um Vísindasýningu Villa:

    “Villi kemur inn með þennan rafmagnsgítar, er mikill töffari og nær salnum strax með sér” – SB. Kastljós.

    “Hann er mjög skemmtilegur skemmtikraftur” – SB. Kastljós.

    ,,Það er mikið sprell í þessu og fjör” – SB. Kastljós.

    ,,… sýningin er leiftrandi skemmtileg fyrir flesta aldurshópa”  TÓ. Starafugl.

    ,,Vilhelm Anton naglbítur Jónsson og Vala Kristín leikkona Eiríksdóttir fara bæði á kostum í þessari sýningu”  – TÓ. Starafugl.

    ,,… fjölhæfur listamaður og hlýr sem nær áhorfendum á sitt band frá fyrsta lagi” – SJ. Fréttablaðið.

    ,,… góð kómísk tímasetning Völu og smitandi einlægni Villa blandast skemmtilega saman” – SJ. Fréttablaðið.

    ,,Vilhelm Anton Jónsson er einn þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að gera vísindin aðgengileg og áhugaverð fyrir krakka” – SHB. Morgunblaðið.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!