Hallgrímur Ólafsson | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Hallgrímur Ólafsson

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Ég er leikari í Þjóðleikhúsinu, unnusti og svo á ég 3 börn. Þessa dagana er ég að leika Gretti í Djöflaeyjunni og álfinn Númenór í Fjarskalandi. Ásamt því að undirbúa verkefni sem eru á döfinni á næstu misserum.

    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Einhverstaðar las ég að ég væri eitthvað sem heitir tvíburi. Hvað svo sem það nú þýðir.

    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Fyrsta minningin um hvað ég ætlaði að verða var að vinna á gröfu. Það þótti mér ferlega töff og hver veit, kannski fer ég í það einhverntíma.

    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Kosti mína vil ég að aðrir meti en gallarnir eru óteljandi.

    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Saltkjöt og baunir.

    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Síðast sá ég „Gott fólk í Þjóðleikhúsinu“ og þótti mikið til koma. Ákaflega þörf umræða og virkilega vel útfærð á margan hátt.

    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Ég spila golf á sumrin og reyni að fara í einhverja veiðitúra.

    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Ég hlusta í rauninni afar lítið á tónlist en í uppáhaldi eru nú sennilega Bítlarnir.

    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Misrétti, dómharka, kynþáttafordómar, spilling, hroki, stjórnsemi……

    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Hérna verð ég að nefna fæðingarstaðinn Akranes en þar sleit ég barnaskónum, einnig þykir mér alltaf gaman að koma upp í Húsafell. Við fjölskyldan reynum að fara þangað minnst einu sinni á sumri.

    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    Berlín kemur upp í hugann og svo er alltaf gaman að koma til London. En hugsanlega á ég eftir að finna mér uppáhaldsstað. Er ekki það vel sigldur sjáðu til.

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    London.

    Eiga hund eða kött?
    Hvorugt.

    Borða heima heima eða úti daglega?
    Heima.

    Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
    Kvöldin.

    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Bjór.

    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Sjónvarp.

    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Andlit.

    Veldu: Sturtu eða bað?
    Bað.

    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Get ekki gert upp á milli.

    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Hress.

    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Allir í bátana, líf og fjör!



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!