GRRRRRLS
Við það að verða 13 ára breyttist allt. Við urðum unglingar, við fengum vandamál, við urðum elskaðar og svo urðum við elskaðar aftur af einhverjum öðrum. Við fengum að vita hluti um hluti sem þú munt aldrei fá að vita, af því við erum unglingsstelpur og það er ekki eitthvað sem hver sem er getur sagt. Af því það eru bara við sem getum verið unglingsstelpur og bara við sem vitum hvað það þýðir.
Hvað þýðir feminísk samstaða fyrir hóp af unglingsstelpum í dag? Ásrún leitar svara ásamt stórum hópi unglingsstelpna. Hvað þýðir það fyrir þessar stelpur að hafa eina sameinaða rödd? Hvað eiga þær að segja? Hvaða merkingu hefur það fyrir þær að standa saman? Hvernig eiga þær að standa? Hvað þýðir það fyrir þær að vera saman, að standa upp fyrir hvorri annarri, að vera ein fyrir alla – allar fyrir eina. Þær munu dansa í gegnum þessar spurningar og fleiri spurningar og þannig reyna að svara einhverjum þeirra.
Danshöfundur: Ásrún Magnúsdóttir
Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts
Framleiðandi: Reykjavík Dance Festival.
Flytjendur og meðhöfundar : Alexandra Sól Anderson, Ásta Indía Valdimarsdóttir, Dagný Björk Harðadóttir, Erla Sverrisdóttir, Gunnhildur Snorradóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hrefna Hreinsdóttir, Katla Sigurðardóttir, Lísbet Sveinsdóttir, Marta Ákadóttir, Nadja Oliversdóttir, Ólína Ákadóttir, Jóhanna Friðrika Weisshappel, Rakel Pavasri Kjerúlf, Salóme Júlíusdóttir, Tindra Gná Birgisdóttir, Una Barkadóttir, Unnur Hlíf Rúnarsdóttir, Valgerður Birna Jónsdóttir.
Ljósmynd: Steve Lorenz