Jesús litli snýr aftur! | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Jesús litli snýr aftur!

    jesuslitili

    Alltaf á aðventunni – Sýning ársins 2010

    JÓLIN KOMA MEÐ MANNBÆTANDI LEIKHÚSPERLU

    Við erum stödd í Palestínu á því herrans ári núll. Rómverjar hafa sölsað undir sig landið og Heródes er settur landsstjóri. Þegar spyrst út að frelsari muni fæðast í landinu kemur tilskipun frá honum um að myrða skuli öll sveinbörn, tveggja ára og yngri. Ljótt er það. Hver fæðir eiginlega barn inn í slíkt ástand?

    Öll vitum við að Jólaguðspjallið er einstaklega fallegt og hátíðlegt, en það er ekki síður átakanlegt. Trúðarnir láta allt flakka, umbúðalaust. Þeim er ekkert óviðkomandi, þeir velta við öllum steinum, snúa öllu á hvolf og segja allan sannleikann – og ekkert nema sannleikann. Jafnvel þótt hann sé grimmur. Eða fyndinn.

    Að vera ekki tölfræði, að vera ekki tölustafir en vera einn þeirra sem sækja um hæli í fyrra eða hitteðfyrra eða… og vita ekki enn hvort þú fáir að vera eða ekki.

    Ímyndaðu þér hrunið líf, líf í rúst. Líf þitt er fullkomin óreiða og öryggið horfið. Þú flýrð undan skothríð og sprengjuregni og þér tókst af eigin rammleik að komast til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands í yfirfullum gúmmíbáti. Þér tekst þrátt fyrir háska og raunir að komast áfram, heilu og höldnu, skref fyrir skref, í gegnum Evrópu og loks eftir nokkra mánuði gengurðu inn í Útlendingastofnun á Íslandi. Hvers vegna lendirðu í Reykjavík og hver í ósköpunum er sjálfsmynd þín sem flóttamaður og hælisleitandi Hver er saga þín og hve vel passar hún við það sem þú ert spurður um. Nú þarftu að sannreyna fyrir starfsfólki Stofnunarinnar hvort hún er sönn eða login.

    Afturábak fjallar um margvíslegar vistarverur hælisleitandans, um persónulega frásögn, um okkar sýn og hvernig við horfum á þegar fólk leggur líf sitt að veði á flótta frá stríði. Sagan er ekki sögð í réttri tímaröð nema þegar starfsmaður Útlendingastofnunar spyr svo. Hún fer í ýmsar áttir í óhugsandi afkima fortíðar.

    Osynliga Teatern starfar í Stokkhólmi og í þessari sýningu blandast saman gagnvirkt leikhús og heimildaleikhús með kvikmyndalegu ívafi.

    Sýningar á Jesús litla eru orðnar fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum Íslendingum. Sýningin var ótvíræður sigurvegari Grímunnar árið 2010, hlaut alls 7 tilnefningar og var valin sýning ársins og leikverk ársins. Jesús litli fór í leikferð til Spánar þar sem hún hlaut frábærar viðtökur. Mannbætandi upplifun!

    „Ég skora á fólk að fara í leikhúsið og sjá Jesús litla“G.B. Mbl

    „Ástarþökk fyrir ógleymanlegt kvöld“ S.A. TMM

    Höfundar: Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
    Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson
    Lýsing: Kjartan Þórisson
    Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir

    Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir

     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!