Njála enn í fullum gangi | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Njála enn í fullum gangi

    njála stór logo

    Njála er nýtt íslenskt leikverk sem byggir á Brennu-Njálssögu, einni ástsælustu sögu okkar Íslendinga. Sagan hefur lifað með þjóðinni í sjöhundruð ár, lesin í öllum menntaskólum landsins og sjaldan verið vinsælli en einmitt nú.  Hún segir frá því hvernig við urðum að þjóð, og hetjur bókarinnar, þau Gunnar, Skarphéðinn, Njáll, Hallgerður og Bergþóra eru sveipuð goðsagnakenndum ljóma og hafa mótað og markað þjóðarsálina allt til þessa dags. Leikhópurinn og Íslenski dansflokkurinn, undir stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar, munu tjalda öllu til og nýta ótakmarkaða töfra leikhússins til að takast á við þessa stórbrotnu sögu í sýningu sem verður í senn forvitnileg, ögrandi og litrík leikhúsveisla. Bardagar, ástir, hefndir og völd en umfram allt Njála eins og þú hefur aldrei séð hana áður!

    Njála er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins.

    ATHUGIÐ að Njáluhátíð hefst í forsal Borgarleikhússins fyrir hverja sýningu kl 19:00 með ýmsum uppákomum.  Þar verður hægt að fá lánaða búninga, hitta leikara á vappi, kaupa kjötsúpu, sjá beina útsendingu frá leikurum í hár og förðun og fylgjast með undirbúningi á Stóra sviðinu.  Jafnframt verður boðið upp á fyrirlestur um Njálu kl 19:00 

    Mikael Torfason er blaðamaður og rithöfundur og vakti fyrst athygli með skáldsögunni Falskur fugl sem kom út árið 1997, síðan hefur hann sent frá sér fjórar skáldsögur og leikritið Harmsögu. Þorleifur Örn Arnarson hefur getið sér gott orð sem leikstjóri hérlendis og erlendis og hefur unnið m.a. unnið leikgerðirnar að Englum alheimsins og Sjálfstæðu fólki.

    Erna Ómarsdóttir er vafalaust einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hafa verk hennar verið sýnd á hinum ýmsu dans- og listahátíðum víða um heim. Hún hefur unnið með nokkrum af fremstu dans- og sviðslistahópum Evrópu og listamönnum á borð við Jan Fabre, Sidi Larbi Cherkaoui, Björk, Jóhanni Jóhannsson og Gabríelu Friðriksdóttur. Erna hefur víða vakið athygli fyrir sinn einstaka stíl og hlotið mikið lof fyrir verk sín, núna síðast fyrir verkið Black Marrow sem hún samdi ásamt Damien Jalet, en það verk var einmitt tilnefnt til Grímuverðlaunanna 2015 sem Sýning ársins.

     

    ÚR GAGNRÝNI

    „Unaðslegt leikhús” SJ – Fbl ★ ★ ★ ★

    „Ærandi ofsi, yndislegar endurtekningar og heiftug fegurð” SJ – Fbl ★ ★ ★ ★

    „Hjörtur Jóhann springur út í hlutverki Skarphéðins. Kraftur hans verður ógnvænlega góður undir lok sýningarinnar” SJ – Fbl ★ ★ ★ ★

    „Frammistaða Þuríðar Blævar staðfestir að hún er rísandi stjarna í íslensku leikhúsi. Hún spilar á allan tilfinningaskalann af mikilli hæfni.” SJ – Fbl ★ ★ ★ ★

    „Lýsingin er í algjörum háklassa og á Björn B. Guðmundsson mikið hrós skilið.” SJ – Fbl ★ ★ ★ ★

    „Fagurfræði Sunnevu Ásu Weisshappel er spennandi, djörf og kómísk allt í senn.” SJ – Fbl ★ ★ ★ ★

    „Ilmur Stefánsdóttir sannar að hún er einn af okkar bestu leikmyndahönnuðum með þessari sýningu” SJ – Fbl ★ ★ ★ ★

    „Nýting Ilmar Stefánsdóttur á stóra sviðinu er sjón sem skylda er að sjá” SJ – Fbl ★ ★ ★ ★

    „Njála er algjört konfekt fyrir augað og leikhús sem enginn má missa af” SJ – Fbl ★ ★ ★ ★

    „Það er margt sem fangar og gleður augu í þessu mikla sjónarspili” ÞT – MBL ★ ★ ★ 1/2

    „Njálusýningin er mikið sjónarspil og öllu til tjaldað” DK – Hugras.is

    „Þetta er hörkuverk – skemmtilegt og hressandi í myrkrinu.” DK – Hugras.is

    „Sýningin er endurritun á Njálu fyrir ungmenni á öllum aldri, full af leikgleði, hugmyndaauðgi, ástríðu, (fífl)dirfsku.” DK – Hugras.is

    „Þeir sem hafa kviðið því að Njála sé ekki með í sýningunni geta slappað af: þarna er mikil Njála.” SA – tmm.is

    „í lokin (..) verður eitt magnþrungnasta atriði sem ég hef séð á íslensku sviði.” SA – tmm.is

    „Þetta er leiksýning, rokkópera, myndlistarverk og danssýning, allt á einu kvöldi. Hvílík veisla fyrir augu, eyru og jafnvel nef.” SA – tmm.is

    „Gæsahúðin fylgdi mér orðlausum og gapandi frá upphafi til enda sýningarinnar” AV – DV ★ ★ ★ ★ 1/2

    „Höfundar Njálu eru fundnir” AV – DV ★ ★ ★ ★ 1/2

    „Drepfyndið” AV – DV ★ ★ ★ ★ 1/2

    „Brynhildur Guðjónsdóttir er fullkominn Njáll” AV – DV ★ ★ ★ ★ 1/2

    „Stórsýning á alla kanta” BÞ – Kastljós

    „Einstakur viðburður” GSE – Kastljós

    „áhugavert, eftirminnilegt, skemmtilegt og athyglisvert” GSE – Kastljós

    „Brynhildur er ógleymanleg sem Njáll” GSE – Kastljós

    „Fersk og frumleg” MK – Víðsjá

    „þessi sýning er afrek svo full er hún af hugmyndum, hrífandi lausnum, leik og danssigrum.” MK – Víðsjá



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!