Örfáar sýningar eftir
Örfáar sýningar eru eftir af Hannesi og Smára. Verkið er eftir Halldóru Geirharðsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Jón Pál Eyjólfsson. Jón Páll leikstýrir og Brynja Björnsdóttir gerir leikmynd og búninga.
Hannes og Smári, „annað sjálf“ okkar kraftmiklu leikkvenna Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, í hárbeittum nýjum gamanleik.
Félagarnir landsfrægu Hannes og Smári koma hér saman í hljómsveit sinni Úlfunum og lofa „eldfjörugri kvöldstund með leiklist, ljóðum, bardagalist og frumsaminni, óútgefinni tónlist.“ Að eigin sögn munu félagarnir fara með áhorfendur í „listrænan rússíbana, segja sögur um uppruna sinn, líf og áhrifavalda – þetta eru leiftrandi sögur, dramatískar og ágengar en um leið fyndnar.“ Í tengslum við sýninguna gefa þeir Hannes og Smári út splunkunýjan geisladisk sem ber nafnið „Kíldu mig kaldan“ og er til sölu í forsal Borgarleikhússins á 2.200 krónur. Tryggðu þér eintak, tryggðu þér miða!
Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar.
Aðstandendur
Höfundur: Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Jón Páll Eyjólfsson | leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson |Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir | Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson | Tónlist: Hannes og Smári | Hljóð: Baldvin Þór Magnússon | Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir |Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kolbeinn Orfeus Eiríksson.