Könnunarleiðangur til Koi
Könnunarleiðangur til Koi
„Hverjum vilt þú hleypa inn?“
Jörðin er að deyja. Til að bjarga mannkyninu eru spandex-geimfararnir Ísak og Vilhjálmur sendir í könnunarleiðangur til KOI. Þar á að byggja mannkyninu nýtt heimili, nýja framtíð. En á leiðinni er bankað og einhver í neyð vill komast inn í geimskipið…
Sómi þjóðar frumsýndi verkið Könnunarleiðangur til Koi á síðasta leikári og hlaut frábærar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til Grímuverðlaunanna.
„Það er óskandi að Sómi þjóðar lifi, dafni og haldi áfram að búa til gott leikhús.“ – Hjalti S. Kristjánsson, Morgunblaðið.
„Það er margt sem ber að lofa í þessari sýningu! […] Ég gekk afskaplega glöð út af Könnunarleiðangri til Koi. Þakka ykkur fyrir, Sómi þjóðar.“ – María Kristjánsdóttir, Víðsjá
Listrænir stjórnendur, handrits- og leikmyndahöfundar, leikstjórar og leikarar: Tryggvi Gunnarsson og Hilmir Jensson.