Fjaðrafok
Lærðu að fljúga! Lifandi og skemmtilegt ævintýri fyrir yngstu áhorfendurnar og fjölskyldur þeirra.
No words. Perfect for guests of any language. With live music.
Fjaðrafok er nýtt verk ætlað börnum frá 1 árs aldri. Verkið er samstarfsverkefni Bíbí & Blaka og írska sirkúsflokksins Fidget Feet. Þessir hópar sameinast nú í fyrsta sinn og vinna nýja blöndu af loftfimleikum og samtímadansi sérstaklega ætlaða yngstu kynslóðinni.
Fjaðrafok fjallar um tvo fuglsunga, en fylgst er með þeim frá því að þeir klekjast út úr egginu sínu og leiðum þeirra til að ná færninni til að fljúga af stað.
Fljúgandi dansarar og lifandi tónlist munu bjóða yngstu börnunum og aðstandendum þeirra upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun!
Að sýningu lokinni er börnum boðið upp á svið til að rannsaka heim unganna og kanna eigin flughæfileika.
Listrænir stjórnendur: Chantal McCormick og Tinna Grétarsdóttir
Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir og Jym Daly
Sviðsmynd: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Búningar: Gemma Morris
Ljós: Pauric Hackett
Flytjendur og meðhöfundar: Katla Þórarinsdóttir, Aisling Ní Cheallaigh og Jym Daly.
Framleitt af Fidget Feet og Bíbí & Blaka í samvinnu við Riverbank Arts Center í Newbridge, Írlandi.