MAMMA MIA! snýr aftur
Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda.
Forsalur Borgarleikhússins opnar kl 19 fyrir sýningar þar sem tónlist, kokteilar og glæsilegur leikhúsmatseðill er. Þörf er að panta sumt af matseðli með dagsfyrirvara. Sjá nánar hér
Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna!
Catherine Johnson (1957) er breskur leikrita- og handritshöfundur, best þekkt fyrir handrit sitt að kvikmyndinni og söngleiknum Mamma mia sem farið hefur sigurför um heiminn.
ABBA (1972) var sænsk popphljómsveit sem sló í gegn um allan heim á áttunda áratugnum. Hljómplötur þeirra eru með söluhæstu hljómplötum allra tíma.
Úr gagnrýni:
„Sýningin er alveg með ólíkindum fagleg og flott.“ SA – tmm.is
„dúndurfjör frá upphafi til enda“ HA. Kastljós
„Stórkostlegt“ HA. Kastljós