Útför – góðgerðasýning | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Útför – góðgerðasýning

    útför góðgerðarsýning stor

    Vegna fjölda áskorana og óvissu í samfélaginu verður blásið til sérstakrar góðgerðasýningar á gamanleiknum Útför – saga ambáttar og skattsvikara í Samkomuhúsinu á Akureyri. Vandræðaskáld sýndu sýninguna fyrst á Akureyri síðastliðið haust við afar góðar undirtektir og hefur sýningin síðan fengið mikið lof víða um land, en hún var síðast tekin til sýninga í Tjarnarbíói í Reykjavík. Allur ágóði af sýningunni rennur til Sjúkrahússins á Akureyri.

    Útför – saga ambáttar og skattsvikara er gamanleikur í revíuformi sem leitast við að svara því hvað gerir Íslendinga að Íslendingum, hvaðan þeir komu og hvert í ósköpunum þeir eru að fara? Í verkinu er miskunnarlaust gert grín að hegðun og hugðarefnum Íslendinga, en þar koma meðal annars við sögu landflótti til Noregs,offjölgun ferðamanna, byrjendalæsi og Framsóknarflokkurinn. Veigamikill þáttur verksins eru frumsamin lög, en sýningin inniheldur titla á borð við Forfeðraveldið, Þetta reddast allt og Miðað við höfðatölu.

    Sýningin er samin og flutt af Vandræðaskáldum, en þau eru Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Vilhjálmur B. Bragason, leikskáld. Bæði eru þau tiltölulega nýkomin heim úr námi frá London, en Útför er þeirra fyrsta sýning saman eftir heimkomu. Sesselía lærði leiklist og leikstjórn í The Kogan Academy of Dramatic Art, en Vilhjálmur lauk MA námi í leikbókmenntum og leikritun við RADA, The Royal Academy of Dramatic Art.

    Umsagnir um sýninguna

    Textahöfundar sem eiga framtíðina fyrir sér“ – SJ, Fréttablaðið

    „Ég hef tekið eftir því, af því að ég hef nú lifað í hálfa öld, að það koma alltaf nýir snillingar fram á sjónarsviðið, fór að sjá tvo slíka hér á Akureyri á laugardagskvöldið, ungt fólk sem lét sig ekki muna um að skella upp heilli revíu, grínið þeirra var beitt og lögin grípandi, textarnir fyndnir og flutningurinn afbragð, takk fyrir það, Vandræðaskáld.“ – Erling Ingvason

    „Beittur svartur húmor, snilldarlega samansett og afar vel flutt. Takk fyrir mig þið eruð snillingar“ – Hrafnhildur E. Karlsdóttir



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!