Karl Ágúst Úlfsson | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Karl Ágúst Úlfsson

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Ég er leikari, leikstjóri, leikskáld, rithöfundur, dagskrárgerðarmaður, þýðandi, faðir, sambýlismaður, sonur, bróðir og frændi, svo eitthvað sé nefnt. Þessa dagana er ég að leika í verki eftir sjálfan mig sem heitir Góði dátinn Svejki og Hasek vinur hans og er sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Og svo líka margt annað sem felst í því að vera allt það sem ég taldi upp hér að ofan.

    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Sporðdrekanum. Eða kínverska merkingu hananum.

    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Fyrst dýralæknir, svo myndhöggvari og loks leikari. Svo hef ég lítið hugsað málið eftir það.

    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Helsti kosturinn er umburðarlyndi þegar það á við. Helsti gallinn er umburðarlyndi þegar það á ekki við.

    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Saltkjöt og baunir. Það hefur verið í uppáhaldi síðan ég var strákur, en ég var afskaplega matvant barn. Ennþá slær ekkert út þennan þjóðlega rétt.

    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Síðast sá ég Illsku hjá Óskabörnum ógæfunnar í samvinnu við Borgarleikhúsið. Það var frábær sýning, bæði vel gerð og hugsuð og ekki síður umhugsunarverð.

    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Fjallgöngur og skíðamennsku. Líka kajakróður og veiði. Tennis og golf eru líka áhugaverð.

    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Ég hlusta mikið á söngleikjatónlist, enda hef ég samið nokkra söngleiki. Svo er það gamalt rokk. Hér áður fyrr hlustaði ég mikið á óperutónlist en hef ekki gefið mér tíma til þess nýlega. Svo reyni ég að setja mig inn í það sem börnin mín eru að hlusta á hverju sinni, en þau eru á aldrinum 12 – 35 ára svo það er býsna breiður skali.

    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Misrétti, dónaskapur og hroki. Sérstaklega hroki misviturra valdsmanna. Einu skiptin sem mig langar til að beita ofbeldi eru þegar ég sé og heyri íslenska stjórnmálamenn meðhöndla þjóð sína eins og hún sé hálfviti.

    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Kópavogur. Hann kemur mér stöðugt á óvart.

    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    Avignon í Suður-Frakklandi. Þar er haldin leiklistarhátíð árlega, sem er óendanleg auðlind og uppspretta hugmynda og upplifana.

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    New York.

    Eiga hund eða kött?
    Kött.

    Borða heima heima eða úti daglega?
    Heima.

    Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
    Morgnana.

    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Vín.

    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Lesa.

    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Andlit.

    Veldu: Sturtu eða bað?
    Sturtu.

    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Rúv.

    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Þolinmóður.

    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Ég vil bara óska öllum sem þetta lesa hamingju og farsældar í lífinu almennt og afkomendum þeirra þæginda og langlífis.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!