Trúðanámskeið
Rafael Bianciotto ætlar að opna fæðingarstofu fyrir trúða í mars.
Byrjendanámskeið fyrir trúða / Trúðanámskeið fyrir byrjendur verður haldið dagana 8.-13. mars nk. eins og hér segir:
þri 8. mars kl. 15-19
fim 10. mars kl. 15-19
lau 12. mars kl. 10-14
sun 13. mars kl. 10-14
Upppbygging námskeiðs:
– farið verður í grunnreglur trúðatækninnar, m.a. kórinn þar sem notast er við svokallaða „neutral mask“
– hver og einn þátttakandi fæðir sinn trúð
– æfingar í trúðatækninni
Einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa ekki komist á námskeið hjá Rafael áður. Takmarkaður fjöldi kemst að þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst.
Verð: 40.000,- (sum stéttarfélög niðurgreiða slík námskeið fyrir félagsmenn sína og þátttakendur hvattir til að nýta sér það)
Skráning með tölvupósti á tinnalind@mac.com