Lokasýning á Óður og Flexa | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Lokasýning á Óður og Flexa

    óðurogflexa stór

    Það er lokasýning á barnasýningunni Óður og Flexa halda afmæli í Borgarleikhúsinu á morgun kl. 13:00.

    Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á Nýja sviði Borgarleikhússins nýja íslenska barnaverkið Óður og Flexa halda afmæli eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur í leikstjórn Péturs Ármannssonar.

    Óður og Flexa eru engir venjulegir krakkar. Þau eru ofurhetjur sem nota ímyndunaraflið til þess að fljúga. Nú ætla þau að halda ofur skemmtilegt afmæli en getur verið að þau séu búin að tapa ímyndunaraflinu?

    Allt í einu birtist þeim óvæntur afmælispakki sem er ekki allur þar sem hann er séður. Áður en þau vita af eru þau komin í ævintýralegt ferðalag með prumpuskrímslum, ósýnilegum geimverum og fljúgandi marglyttum. Þetta litríka ferðalag minnir þau á að ef við notum ímyndunaraflið þarf manni aldrei að leiðast.

    Óður og Flexa halda afmæli er bráðskemmtileg barnasýning fyrir börn á öllum aldri þar sem áhorfendur upplifa samspil tónlistar og dans á spennandi máta.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!