Skugga-Baldur | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Skugga-Baldur

    skuggabaldur stór

    Tékkneskt-íslenskt leikverk byggt á skáldsögunni Skugga-Baldur eftir Sjón.

    Hin mikilvægu einkunnarorð „omnia mutantur – nihil interit“ („allt breytist – ekkert hverfur“) úr sögunni af hinni lævísu skepnu skugga-baldri er tilvitnun í Myndbreytingarnar eftir Óvidíus. Skuggi, hinn sérvitri sögumaður verksins, notar umbreytingu sem sína helstu leið til tjáningar, þar sem hann setur upp heldur áleitna sögu um veiðimann og skuggann hans, öskrandi tóur og aðrar skepnur, þurrkaða þorskshausa, mongólsk börn með Downs heilkenni, lótusætur, lyktina af darsjíling tei og ópíumreykingar, miskunnsemi, samúð og fyrirlitningu, um Guð og rafmagnsrifrildi í jökulrassi, ferðalag gegnum snjóinn til undirheima, um glæp og refsingu, og um prest sem lítur út eins og þúst í landslaginu.

    Sviðsetning tékkneska leikhússins Studio Hrdinu á Skugga-Baldri er leikverk sem alla sýninguna í gegn býður upp á hugmyndaríka skemmtun þar sem saman koma sígild sagnamennska og nýjust aðferðir í frásagnartækni. Aðlögunin er trú upphaflega textanum á sama tíma og hún leitar út fyrir hann og verður að sjálfstæðu verki sem teygir sig til okkar daga gegnum leik, leikhúslausnir og djarfa notkun hljóðs og myndar.

    Allir sem að uppfærslunni koma eiga hrós skilið: Leikkonan Tereza Hofová ummyndast léttilega úr einni persónu í aðra, jafnt líkamlega sem andlega, um leið og hún heldur áhorfendum spenntum fyrir örlögum hverrar fyrir sig. Leikstjórinn Kamila Plívková heldur örugglega um alla þræðina, sagan er í skörpum fókus jafnvel þegar ólíklegustu atburðir og staðir taka að birtast á sviðinu. Listamaðurinn Jón Sæmundur og hljómsveitarfélagi hans Ryan úr Dad Skeletons mynda óvæntan hlekk milli andalækna og sundurgerðarmanna gamla tímans og þess nýja. Og síðast en ekki síst, og hann er hin mikla uppgötvun verkefnisins, skal nefna myndlistarmanninn Sindra Ploder sem gefur öllu saman vikt með sterkum myndheimi sínum sem skapaður er án allra málamiðlana. Saman hafa þau skilað svo frábærri vinnu í túlkun sinni á skáldsögu minni að ég uppgötvaði nýja hluti í frásögn sem ég hélt mig þekkja til fulls.

    „Fyrir mér er það sönnun þess hversu vel þessi tékknesk-íslenska samvinna um að setja Skugga-Baldur á svið hefur heppnast að þegar frumsýningardögunum lauk í Prag tók samstundis að kyngja niður snjó; gamla keisaraborgin varð jafn mjallahvít og dalurinn afskekkti í sögunni um ungu konuna Öbbu, séra Baldur, grasafræðinginn Friðrik, og lágfótuna brögðóttu.“
    -SJÓN

    SÝNINGAR
    Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
    3. mars kl. 21 forsýning
    4. mars kl. 20 frumsýning
    5. mars kl. 20
    6. mars kl. 18
    7. mars kl. 20
    8. mars kl. 20 umræður eftir sýningu með Sjón
    Sýningin fer fram á ensku

    Aðstandendur:

    Höfundur bókar: Sjón
    Handrit: Kamila Polívková og Tera Hof
    Leikstjórn: Kamila Polívková
    Sviðmynd: Antonín Šilar
    Búningar: Zuzana Formánková
    Listræn stjórnun: Jón Sæmundur Auðarson og Sindri Ploder
    Tónlist: Ryan van Kriedt og Jón Sæmundur Auðarson
    Vídeo og grafík: Jón Sæmundur Auðarson og Antonín Šilar
    Dramatúrg: Jan Horák
    Aðstoðarleikstjórn: Ondrej Štefanák
    Framleiðendur: Tomáš Kadlec, Ladislav Krapek og Orri Einarsson

    Leikur: Tera Hof
    Verkið er styrkt af EEA Grants, með framlagi Íslands, Liechtenstein og Noregs.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!