Umræður eftir sýningu
Old Bessastaðir er nýtt leikverk eftir Sölku Guðmundsdóttur í uppfærslu Sokkabandsins.
Það verða umræður eftir sýninguna 10. mars með Mörtu Nordal leikstjóra sýningarinnar, fulltrúa Rauða krossins og Dr. Huldu Þórisdóttur lektor og stjórnmálaálfræðingur við Háskóla Íslands.
Þrjár konur koma saman til að framkvæma, til að skilgreina sín sameiginlegu grunngildi, til að borða brauð með spægipylsu, til að finna tilganginn, sem fjærst öllum útveggjum. Þær ætla að verða fyrri til. Þær ætla ekki að láta sparka sér niður stigaganginn. Þær eru ekki vont fólk.
Gildi eitt: Við tortryggjum ekki gildin.
Gildi tvö: Þær sem ekki virða gildin eru ógn við gildin.
Gildi þrjú: Við þrýstum þumlunum þéttingsfast inn í augntóttirnar á þeim sem ekki virða gildin.
…það er blóð á skónum þínum.
Leikstjórn: Marta Nordal.
Leikmyndahönnun: Finnur Arnar Arnarsson.
Búningahönnun: Helga Stefánsdóttir.
Tónlist: Högni Egilsson.
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson.
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir