Opinn samlestur
Opinn samlestur fyrir söngleikinn Mamma mia fer fram í forsal Borgarleikhússins á morgun klukkan 12.45. Þar munu leikarar sýningarinnar væntanlegu koma saman og lesa leikritið í gegn fyrir hvern sem hlýða vill.
Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir að þetta sé liður í því að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum.
Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, mun einnig kynna hugmyndir sínar ásamt leikmynda- og búningahönnuðum. Allir eru velkomnir og heitt kaffi á könnunni.